139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

lokafjárlög 2009.

570. mál
[14:44]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við getum lítið annað en samþykkt þetta eða setið hjá því ekki getum við verið á móti því, því það er liðið og gert. Búið er að gera það sem hér er lagt fram. Í umræðunni kom fram að þarna hafi verið farið fram úr fjárheimildum ríkisins og enginn virðist bera ábyrgð á því frekar en fyrri daginn. Auk þess er þetta allt of seint á ferðinni.

Ég legg til, frú forseti, að í framtíðinni liggi lokafjárlög fyrir 15. janúar næsta árs. Það er allt hægt á tölvuöld ef maður setur sér mark. Það sómir ekki á tölvuöld að fjalla hér um lokafjárlög 2009 rúmu ári seinna. Ég sit hjá.