139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:44]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér er ekki alveg ljóst hvort þessi tiltekni ráðherra í ríkisstjórninni er á móti öllum efnisatriðum frumvarpsins, ég hef ekki trú á því.

Að því er varðar það að fleiri séu inni í ráðuneytunum sem eru ráðnir á sömu forsendum og aðstoðarmenn, þá er mér ekki kunnugt um það. Meðan verið var að sameina ráðuneytin voru fleiri aðstoðarmenn, þá á ég við velferðarráðuneytið og innanríkisráðuneytið. En á launaskrá, sem aðstoðarmenn fá greiðslur eftir í gegnum forsætisráðuneytið, eru einungis 10 aðstoðarmenn sem forsætisráðuneytið greiðir laun. Þannig að ég tel að það séu ekki fleiri en 10 aðstoðarmenn sem ráðnir séu sem slíkir innan þessara ráðuneyta.