139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:49]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hæstv. forsætisráðherra hvort hún líti á þetta frumvarp sem stjórnarfrumvarp. Það liggur fyrir að hæstv. landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur lýst andstöðu sinni við þetta mál og hæstv. forsætisráðherra getur kannski upplýst þingheim um það í hverju sú andstaða felst. Hæstv. innanríkisráðherra hefur líka gert alvarlega fyrirvara við það frumvarp sem við ræðum hér. Þess vegna veltir maður því fyrir sér, eins og hv. þm. Birgir Ármannsson, hvort hæstv. ráðherra telur að meiri hluti sé fyrir þessu máli hér á þingi og hvenær hún telur að eðlilegt sé að ganga til atkvæða um málið. Ætlast hún til þess að það verði klárað á þessu þingi? Eða er málið lagt hér fram einungis til kynningar og umræðu?