139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:38]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Það sem ég er líka að hugsa um í þessu máli er hvort forgangsröðunin hjá ríkisstjórninni sé eðlileg, hvort þetta sé það mál sem mestu skiptir í dag að ráðast í margra tíma umræður um, þ.e. breytingar á Stjórnarráðinu, þegar við vitum að við erum væntanlega að setja met í gjaldþrotum og heimilin hafa sjaldan staðið verr. Erum við ekki að missa sjónar af því sem mestu skiptir?

Einnig langar mig að halda aðeins áfram með það sem tengist þessu máli mjög mikið og rótin er væntanlega í, Evrópusambandsferlið, og spyrja hv. þingmann: Er unnið eftir því ferli sem farið var (Forseti hringir.) af stað með í Alþingi?