139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:46]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (U) (andsvar):

Frú forseti. Já, það liggur fyrir að þetta mál nýtur ekki meirihlutastuðnings innan ríkisstjórnarflokkanna. Ég vil bara minna á það sem ég sagði áður, ég hefði talið eðlilegast að breytingar á Stjórnarráði — það er í það minnsta eitt af því sem Vinstri grænir gagnrýndu á sínum tíma — ætti að vinna þverpólitískt. Vegna hvers? Vegna þess að þær eru lengri en líftími hverrar ríkisstjórnar. Breytingar á Stjórnarráði fela í sér stefnubreytingar, fela í sér mikinn kostnað og það tekur töluvert langan tíma þegar ný ráðuneyti verða til áður en þau fara að virka eðlilega. Þess vegna hefði verið eðlilegast að nálgast þetta mál með öðrum hætti og tilfinning mín er að þegar þetta mál var sett fram hafi hugsunin verið sú að velja ekki friðinn þegar góður ófriður var í boði.