139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:50]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan, öll samtök landbúnaðar, matvælaframleiðslu og sjávarútvegs hafa lýst sig andvíg inngöngu í Evrópusambandið og eru reyndar andvíg því ferli sem er í gangi. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið er stjórnsýsluráðuneyti þeirra. Að mínu mati skiptir miklu máli að við veikjum ekki stjórnsýslulega stöðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og allra síst í þessu ferli. Við vitum að þjóðin er skipt, við vitum að þingið er skipt, við vitum m.a.s. að ríkisstjórnarflokkarnir hafa mjög ólíka stefnu í þessum málum. Hví skyldum við þá fara að veikja stjórnsýslulega stöðu þessara atvinnugreina sem skipta svo miklu máli, ekki bara í þjóðhagslegu og efnahagslegu tilliti heldur líka í þeirri umræðu sem hv. þingmaður nefndi?