139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:56]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er erfitt að koma í andsvar á eftir sameiningu þessara tveggja ráðherra, fyrrverandi og núverandi, þetta var mjög athyglisvert. Ég vil byrja á að þakka hæstv. ráðherra fyrir góða ræðu, og hugrakka vil ég líka leyfa mér að segja.

Ég get alveg staðfest það eftir að hafa rennt í gegnum fyrri þingræður um breytingar á Stjórnarráðinu að hér er allt satt og rétt sem sagt er. Ég fann ekki mikla aðkomu Framsóknarflokksins að breytingum sem þessum, svo ég nefni það nú, en 2007 voru hins vegar ekki miklar breytingar gerðar þar sem Vinstri græn og Framsókn voru saman gegn því.

Mig langar hins vegar að spyrja hæstv. ráðherra út í eitt sem hann nefndi áðan og það varðar gagnsæið í stjórnsýslunni, þ.e. að ekki sé hægt að flytja mál einhliða á milli ráðuneyta. Kemur það ekki svolítið inn á það sem menn hafa m.a. gagnrýnt að hafi verið gert í (Forseti hringir.) ríkisstjórninni sem var á undan, þ.e. (Forseti hringir.) að það var verið að vasast í málum sem aðrir (Forseti hringir.) ráðherrar áttu að vera með?