139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:02]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get tekið undir með hv. þm. Atla Gíslasyni varðandi það að veigamesta breytingin sem felst í frumvarpinu á sér að minnsta kosti enga rót í skýrslu þingmannanefndar eða skýrslu rannsóknarnefndar og gengur gegn anda og beinum tillögum sem þar koma fram að mínu mati með valdatilfærslu frá þingi til forsætisráðherra og í fleiri atriðum. Einnig er rétt hjá hv. þm. Atla Gíslasyni að í þeim 27 greinum sem eru í þessu frumvarpi er ýmislegt annað ættað úr skýrslu þingmannanefndar og eftir atvikum rannsóknarnefndar. En þetta veigamesta atriði og það sem hefur verið mest umdeilt hér er nokkuð sem á sér enga forsögu (Forseti hringir.) aðra en í nefndastarfi (Forseti hringir.) á vegum hæstv. forsætisráðherra, kemur (Forseti hringir.) hvorki þingmannanefndinni við né rannsóknarnefnd Alþingis.