139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:12]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir Stjórnarráðið eins og aðrar stofnanir að vera ekki bundnar of mikið í turna, heldur beri að taka niður veggi. Það getur líka reynst nauðsynlegt þó að menn beri starfsheitið ráðherra eða stýri ráðuneyti, alveg eins og ég vann á spítala og þar var talað um svið og framkvæmdastjóra. Þar reyndist nauðsynlegt að geta hreyft til. Ég sé ekki að Stjórnarráðið sé eitthvað öðruvísi en aðrar stofnanir að því leyti.

Hér stendur bæði um 4. og 5. gr. að þetta sé tekið óbreytt úr gildandi lögum og þess vegna sé ég ekki hvaða gífurlega breyting gerist með þessari breytingu. Ég bara skil það ekki, fávís konan.