139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:15]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt að svæðisfélag Vinstri grænna á Suðurlandi hefur ályktað í þessa veru. Það er líka ljóst að málið kemur lemstrað frá ríkisstjórninni. Einn ráðherra hefur lýst yfir andstöðu sinni og aðrir gert fyrirvara, og mér skilst að þingflokkurinn hafi gert alvarlega fyrirvara við málið í heild sinni. Þá komum við aftur að gráu bókinni: Ef ekki næst einu sinni samráð innan ríkisstjórnarinnar, hvað þá með samráð við aðra flokka?

Það er fyrst og síðast þetta með gagnrýnina, eins og ég hef margítrekað og sagði í ræðu minni — sem hv. þingmaður sagði góða, ég þakka fyrir það, samt ekki nógu góða, það virðist ekki hafa skilist það sem ég sagði um það efni, en það er þessi formfesta fyrst og síðast, gagnsæið (Forseti hringir.) og oddvitaræðið.