139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:10]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þegar ein veigameiri breyting á lögum um Stjórnarráðið var gerð síðast, árið 2007, sagði hæstv. núverandi fjármálaráðherra að hefðir hefðu verið brotnar, þ.e. að gengið hefði verið á svig við þær hefðir að hafa þverpólitískt samráð um breytingar, veigamiklar breytingar eins og þá var verið að gera á lögum um Stjórnarráðið.

Er því ekki eðlilegt, hv. þingmaður og frú forseti, að velta því fyrir sér þegar þeir sem höfðu sterkar skoðanir á samráðsleysi árið 2007, er ekki óhætt að ætlast til þess að önnur vinnubrögð séu tekin upp núna þegar þeir hinir sömu sitja við stjórnvölinn?