139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:16]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar á því að hafa ekki áttað mig á því að virðulegur forseti er að sjálfsögðu varaformaður allsherjarnefndar. (Gripið fram í: Þetta er alltaf að breytast.) Það sló aðeins út.

Nú hefur hæstv. forseti upplýst að forsætisráðherra geti ekki verið hér og ég geri ráð fyrir að það sé vegna brýnna embættiserinda á vegum forsætisráðuneytisins. Ég ætla því ekki í ljósi þess að eingöngu 40 mínútur eru eftir af þessum fundi að óska sérstaklega eftir því að ráðherra verði sótt. Ég vil hins vegar ítreka að mér þykir undarlegt að þetta skuli vera með þessum hætti en mun sætta mig við að hv. varaformaður allsherjarnefndar sé hér í forsetastóli og í salnum.