139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:39]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Ef ég á að vera alveg hreinskilin upplifi ég þetta mjög sérkennilega. Mér mundi a.m.k. ekki ganga vel að skipuleggja kennslu og mitt skólaár ef ég væri með sama skipulag og hér er í gangi.

Ég hélt að eftir allt sem hefur gengið á hjá Alþingi Íslendinga, eftir naflaskoðunina sem Alþingi fór í gegnum, rannsóknarskýrsla Alþingis var gerð, þingmannanefndin skilaði sínu, 63:0, og allur pakkinn, ég hélt í alvörunni að það hefði eitthvað breyst. Ég hélt þegar ég kom hér inn í desember að þetta væri bara tilfallandi, vinnubrögðin í kringum fjárlögin, en svona hefur þetta víst alltaf verið er mér sagt. Er ekki kominn tími til að breyta?