139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:45]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Forsætisráðherra leggur fram þetta frumvarp og með fyrirvara frá einum ráðherra eftir því sem ég hef skilið.

Ég er alveg sammála því líka að það getur vel horft þannig til að stundum sé rétt að vera með stóra nefnd allra flokka til að fjalla um frumvörp. Eitt á við í dag og annað á morgun. Það eina sem ég er að segja er að ég sé það ekki sem hina stóru miklu gagnrýni á þetta frumvarp að samráð hafi ekki verið haft í þeirri merkingu sem talað hefur verið um hér. Það samráð fer fram í allsherjarnefnd. Það þarf ekki að vera að hitt geti ekki líka stundum átt við. Mér finnst bara vond sú alhæfing að þetta ákveðna vinnulag eigi að vera vegna þess að til þess er Alþingi, til þess eru nefndir að fjalla um frumvörp sem fram eru lögð og breyta þeim ef alþingismenn svo kjósa.