139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[12:21]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan. Auðvitað er lagabreytingin almenn eins og hún er sett fram, hún er almenn en hún kemur hins vegar til vegna eins tiltekins máls. Það er ástæðan fyrir því að við erum að ræða þetta í þessari viku. Við gerum okkur öll grein fyrir því. Það er ekki vegna þess að um sé að ræða einhverja almenna endurskoðun á lögum um landsdóm eða eitthvað þess háttar. Það er bara verið að bregðast við tiltekinni stöðu í einu tilteknu dómsmáli. Það er einfaldlega staðreynd málsins. Hins vegar ítreka ég það sem ég sagði áðan að það eru kannski engir góðir kostir í stöðunni. Ýmsir aðrir kostir eru sýnu verri en sá sem hér liggur á borðinu (Forseti hringir.) en þetta hefur raunverulega áhrif bara í þessu eina tiltekna máli.