139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[13:42]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég velti þessu upp vegna þess að ég held að þetta kunni að skipta máli þegar við metum það frumvarp sem liggur fyrir. Hin efnislega málsmeðferð í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde er ekki hafin. Landsdómur er ekki byrjaður að hlusta á vitnaleiðslur, málflutning sækjanda eða verjanda. Landsdómur er ekki einu sinni kominn með ákæruskjal frá ákæranda í hendur. Auðvitað hefur landsdómur ályktunartillöguna sem var samþykkt á þingi og felur í sér helstu efnisatriði ákærunnar. Saksóknari er bundinn af því skjali en það má alveg líta svo á að það sé enginn málflutningur hafinn í landsdómi og málsmeðferð í hinu efnislega máli sé ekki hafinn. (Forseti hringir.) Það held ég að geti skipt máli.