139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[13:44]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég virði skoðun hv. þingmanns um að þetta kunni að skipta máli. Ef ég skil þingmanninn rétt er hann væntanlega að halda því fram að það sé þá óþarfi að leggja fram þessa lagabreytingu. Ég held hins vegar að það skipti ekki máli. Það hefur svo sem ekkert með þetta mál að gera heldur mál í framtíðinni. Þegar meðferð málsins er hafin, við getum svo deilt um hvort hin efnislega meðferð sé hafin eða ekki, þá er hinn eðlilegi farvegur sá að þeir dómarar sem fá málið í hendur ljúki því einnig og að til sé lagaákvæði sem kveði mjög skýrt á um það.