139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[13:50]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Ég vil gjarnan heyra álit hv. þm. Höskuldar Þórs Þórhallssonar á því hvernig hann metur stöðu þessa máls í ljósi sögu þess þar til nú, frá því að tillaga kom fram um ákæru á hendur fjórum ráðherrum annars vegar og þremur ráðherrum hins vegar og tekist var á um það og niðurstaðan varð þessi. Allt frá því að það lá fyrir að hvorug tillagan var samþykkt og niðurstaðan var allt önnur hefur málið ekki enn komist á og nú eru sjö mánuðir liðnir frá ákæru. Ýmis atriði í gangi málsins hafa verið vandræðaleg svo ekki sé meira sagt og þetta er m.a. einn liður í því að reyna að koma málinu í annan farveg en að var stefnt í upphafi. Hvert er álit hv. þingmanns á þeim gangi málsins sem verið hefur frá því að niðurstaða Alþingis lá fyrir og til dags dato?