139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[13:52]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég skal reyna að vera nákvæmari í spurningu minni til hv. þingmanns. Í raun snýst spurning mín um það hvort hv. þingmaður telji málið hafa verið tilbúið til afgreiðslu á þeim tíma sem það var tekið til afgreiðslu á Alþingi fyrir sjö mánuðum í ljósi þeirra tilrauna sem gerðar hafa verið til að breyta gangi þess með einhverjum hætti, þ.e. vandræðagangurinn við það að koma því til vegs. Kjör saksóknara var t.d. á öðru þingi en niðurstaðan varð. Það dróst að skipa ákæranda verjanda og hann þurfti að grípa til ákveðinna aðgerða í þeim efnum o.s.frv. Það dróst að landsdómur kæmist á laggirnar og nú er komin fram tillaga í annað sinn um breytingar á landsdóm. Í ljósi þessara atburða allra spyr ég hv. þingmann þeirrar spurningar: Hvert er álit hans á því að málið hafi verið tilbúið til afgreiðslu á Alþingi á sínum tíma?