139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[13:54]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að nánast hvert einasta mál sem hefur komið frá stjórnarmeirihlutanum er vanbúið til efnislegrar meðferðar, en ég skal samt segja að í þessu máli get ég ekki sagt fyrir víst hvort svo sé. En staðreyndin er sú í svo mörgum málum hefur ekki verið vandað nægilega til verka, við höfum oft séð það í fjárlaganefnd þar sem hv. þingmaður situr með mér. Það að kalla ekki eftir sérfræðingum og verða ekki við þeirri ósk sjálfstæðismanna tel ég að hafi verið mistök. Þetta er einfaldur hlutur sem ætti ekki að taka langan tíma. Ég veit að þessir sérfræðingar eru tiltækir þannig að þetta hefði verið einfalt. Ég held samt að málið í heild sinni sé í ágætisfarvegi og við skulum eins og ég segi vona að réttaröryggi sakborningsins sé ekki brotið á nokkurn hátt.