139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

lengd þingfundar.

[16:19]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég ætla að greiða atkvæði gegn því að haldinn verði kvöldfundur til að halda áfram umræðu um frumvarpið um Stjórnarráð Íslands vegna þess að ég tel að enginn kvöldfundur geti bætt þetta mál sem er fullkomlega vanbúið, (Gripið fram í: Ómögulegt.) ómögulegt, (Gripið fram í: Óbætanlegt.) óbætanlegt. Það sem ætti að gera er að halda kvöldfund annars staðar í bænum á milli þeirra sem leggja þetta frumvarp fram og fá úr því skorið t.d. hvort þetta sé stjórnarfrumvarp. Þegar þeim fundi er lokið og komið er á hreint hver leggi þetta mál fram þá skal ég vera hér að kvöldi til en þangað til ætla ég að greiða atkvæði gegn því að haldinn verði kvöldfundur.