139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[16:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Vegna atviksins áðan þegar ég var ekki nógu snöggur þá er það ekki nógu gott að tilkynnt sé um að setja ekki mál á dagskrá og síðan er bara umræðu lokið. Ég vil að menn hefji þann sið sem var einu sinni að forseti setjist niður í millitíðinni.

Ég vil aftur undirstrika það að hér er verið að breyta með lögum reglum um landsdóm eftir að málatilbúningurinn er hafinn. Auk þess vil ég minna á að landsdómur hefur ekki haldið nema tvö þing. Hann er ekki búinn að taka afstöðu til málsins, enda er ekki búið að ákæra formlega. Það er því ekkert að því að hið háa Alþingi kjósi nýjan landsdóm, gæti kosið sömu mennina og þá er alla vega ekki verið að breyta lögum í miðju málinu. Ég veit ekki hvernig það lítur út seinna meir þegar þessu verður áfrýjað til Mannréttindadómstóls en þetta lítur ekki vel út í mínum huga. Ég segi nei.