139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands.

675. mál
[18:02]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er ágætisspurning hjá hv. þingmanni. Þegar ég var að lesa upp úr seinni bókinni sást að þetta snerist fyrst og fremst um að taka auðkennin af ráðherrunum, þ.e. að gera þetta almennt. Það er gert í þeim tilgangi að auðvelt sé að færa verkefni á milli ráðherra og annað slíkt án þess að breyta lögum og það eykur sveigjanleika. Það eykur líka vald þess sem situr í forsæti í ríkisstjórn á hverjum tíma. Þetta svarar kannski spurningu hv. þingmanns.