139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

fundarstjórn.

[20:06]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hygg að það sé engin algild regla að því er varðar stjórnarfrumvörp að ráðherra loki endilega málinu í lok umræðunnar. Ég fór nokkrum sinnum í umræðuna meðan á henni stóð og svaraði fyrirspurnum sem til mín var beint þegar ég taldi ástæðu til og þegar um einhverja efnislega umræðu var að ræða sem ástæða var til að svara. Það gerði ég þrisvar, fjórum sinnum að því er varðar fyrra frumvarpið og tel mig hafa svarað þeim spurningum sem ástæða var til að svara undir 1. umr. um málið.