139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

ökutækjatryggingar.

711. mál
[21:04]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir vandaða og góða yfirferð yfir frumvarpið. Um tíma varð mér að vísu hugsað til auglýsingarinnar um að sé maður syfjaður við akstur þurfi maður að leggja sig, það á vel við í þessu sambandi, en ræða ráðherrans var ákaflega yfirgripsmikil og ítarleg.

Ég er því eingöngu með eina spurningu til hæstv. ráðherra eða athugasemd réttara sagt. Ég velti því fyrir mér hvers vegna Umferðarstofu er veitt sú heimild sem hér er talað um. Þetta minnir mig á ákvæði í umferðarlögum sem líklega varðar Vegagerðina. Ég held að það sé betra að lögreglan hafi þessar heimildir en þetta mun kannski skýrast betur við meðferð málsins. En ég þakka ráðherra fyrir góða ræðu.