139. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2011.

barnalög.

778. mál
[17:29]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég get tekið undir það að okkur ber alltaf að reyna að leita sátta og okkur ber líka að hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi. En hagsmunir barnsins eru að mínu mati fyrst og fremst, ef allt er í lagi, að njóta samvista við báða foreldra sína. Það er þannig og verður þannig ef þessi lög fara óbreytt í gegn að séu báðir foreldrar jafnréttháir ber dómurum að dæma því foreldri forræðið sem fer fram á fullt forræði þótt hitt foreldrið vilji sameiginlega forsjá. Það eru frekar mæður sem fara fram á fullt forræði og feður sem vilja sameiginlega forsjá.