139. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2011.

barnalög.

778. mál
[17:35]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér gafst aðeins ráðrúm til að afla mér nánari upplýsinga — í reynd hlæja þingmenn en við skulum ræða þessi mál eins og við höfum upplýsingar til. Þessi lög eða þessar breytingar taka ekki til þeirra hluta barnalaga sem hv. þingmaður vísar til. Þetta snýr að umgengnisrétti, forsjá og síðan því hvort fela eigi dómstólum aukið hlutverk. Spurning er svo hvort eigi að taka þá þætti til umfjöllunar sem hv. þingmaður víkur að og snúa að faðernismálum og öðru slíku. Það er annar hlutur og getur vel verið ástæða til að gera það en það er ekki viðfangsefni þeirra breytinga sem felast í því frumvarpi sem (Forseti hringir.) nú hefur verið lagt fyrir þingið.