139. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2011.

barnalög.

778. mál
[17:45]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ítreka að ég er hv. þingmanni fullkomlega sammála um að ef fjármagn fylgir ekki þá er þetta til lítils og þannig hefur verið um það rætt.

Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi í byrjun næsta árs, 1. janúar 2012. Fyrst er að sjá hvort þau fá samþykki Alþingis og þá er hugmyndin sú að leggjast yfir útfærsluna á þessum málum á komandi mánuðum. Fyrst er náttúrlega þingsins að taka afstöðu til málsins. Við heyrum ýmsa hafa miklar efasemdir um það. Ég get hins vegar greint frá því að þar sem þessi mál hafa komið til umræðu á vettvangi ráðuneytisins hafa hugmyndir frumvarpsins fallið í mjög góðan jarðveg, hljómgrunnur verið mjög góður. Það má vel (Forseti hringir.) vera þótt við séum ósátt við einstaka þætti að við sameinumst um frumvarpið í heild sinni.

En ég tek undir með hv. þingmanni, peningarnir verða að sjálfsögðu að fylgja með.