139. löggjafarþing — 121. fundur,  11. maí 2011.

verndar- og orkunýtingaráætlun.

77. mál
[14:36]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þegar við erum komin að lokaatkvæðagreiðslu um svokallaða rammaáætlun vil ég aðeins gera þingheimi grein fyrir þeirri breytingartillögu sem kom inn milli 2. og 3. umr. Hún var til þess að koma til móts við sveitarfélögin í landinu sem andmæltu því að við skertum sjálfsákvörðunarrétt þeirra vegna skipulagsmála. Sveitarfélögin nefndu tvo kosti, A- og B-kost. Við gátum ekki tekið A-kostinn sem oft og tíðum er besti kostur svo við þurftum að taka B-kostinn. Við tökum hluta af honum en hér bætum við þremur árum við þau tíu ár sem sveitarfélög hafa til að ákveða um landnotkun. Eftir sem áður, virðulegi forseti, er full sátt í nefndinni og algjör stuðningur allra flokka og allra þingmanna við þessa breytingartillögu og lögin í heild. Ég óska Alþingi til hamingju með að þessi rammaáætlun og grunnlög skuli vera að fara í gegn og muni klárast hér í dag.