139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

afbrigði um dagskrármál.

[11:38]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er auðvitað sjálfsagt að veita málum afbrigði þegar mikið liggur við. En ég óska eftir upplýsingum frá hæstv. forseta hvers vegna verið er að óska eftir því að þessum málum verði veitt afbrigði í þessari atkvæðagreiðslu. Þetta eru stjórnarfrumvörp sem varða fjármálafyrirtæki, gjaldeyrismál, tollalög og almenn hegningarlög. Ég vildi bara fá upplýsingar um það frá hæstv. forseta hvort einhver tímapressa kallar á að óskað er afbrigða eða hvaða ástæður liggja að baki þessari beiðni.