139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

afbrigði um dagskrármál.

[11:39]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hv. Sigurður Kári Kristjánsson spyr hvers vegna óskað sé afbrigða um þessi mál. Varðandi þau tvö mál sem eru á mínu forræði er annars vegar um að ræða lagaheimild fyrir áframhaldandi gjaldeyrishöftum sem rennur að óbreyttu út í ágústlok og þarf lagaheimild til að viðhalda gjaldeyrishöftum áfram í samræmi við áætlun um afleysingu gjaldeyrishafta til ársloka 2015.

Að hinu leytinu er um að ræða breytingar á lögum um slit fjármálafyrirtækja, um eftirlit með skilanefndum, um að auðvelda nauðasamningameðferð við gjaldþrotameðferð fjármálafyrirtækja. Málið hefur tekið lengri tíma í vinnslu vegna flækjustigsins, vegna þess að það var erfitt og flókið að finna hvernig best væri að koma eftirlitinu fyrir sem og að hafa samráð við kröfuhafa sem vildu auðvitað fylgjast með því sem í bígerð var.