139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

virðisaukaskattur.

451. mál
[15:29]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég vil fyrst og fremst fagna þessari tillögu, hef sjálf beðið eftir því að geta keypt mér svona rafrænan bókaskáp á viðráðanlegu verði. Mér finnst alveg gríðarlega mikilvægt að við gerum þeim kleift sem eiga við lestrarörðugleika að stríða og bara skólunum að hafa svona tölvu og líka okkur hér á þingi til að við getum lesið alla útprentuðu pappírana í rafrænu formi án þess að þurfa að sóa öllum þessum pappír.

Ég skora á nefndina að verða við þessari tillögu og samþykkja hana áður en við förum í sumarhlé þannig að sem flestir geti nú lesið góðar bækur í sumarfríum sínum. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta.