139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

rannsókn á athöfnum þingmanna í tengslum við búsáhaldabyltinguna í janúar 2009.

209. mál
[17:08]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Þingmaðurinn Jón Gunnarsson vitnaði í stjórnarskrána í ræðu sinni, í 36. gr. Mig langar að spyrja hann aðeins nánar út í túlkun hans á stjórnarskránni því að hún er greinilega eitthvað aðeins öðruvísi en mín túlkun, og út í 73. gr. hennar. Þar segir, með leyfi forseta:

„Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.

Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.“

Mig langar að spyrja þingmanninn út í það hvernig hann skilur þessi orð.