139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

rannsókn á athöfnum þingmanna í tengslum við búsáhaldabyltinguna í janúar 2009.

209. mál
[17:29]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég legg til að við gerum hlé á umræðunni þangað til forseti þingsins telur sér fært að koma hingað og taka þátt í henni og opinbera þá fundargerð sem vísað er í. Mér finnst ekki hægt að halda umræðunni áfram fyrr en þau gögn liggja fyrir og forseti þingsins getur komið hingað og útskýrt betur af hverju sumir en ekki allir þingmenn hafa haft aðgang að þessari fundargerð.