139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[16:07]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ef þetta er rétt hjá hv. þingmanni, ég útiloka alls ekki að svo sé, höfum við að minnsta kosti þann varnarleik að breytingar á stjórnarskránni eru ekki úr höndum þingsins. Málið mun alltaf þurfa að koma hingað til okkar og þá gefst okkur tækifæri til að ræða þetta áður en nokkrar breytingar verða samþykktar á stjórnarskránni.

Ég vil meina að ég hafi ekki enn heyrt þann tón hér í þinginu að nokkrum detti í hug að ganga frá Evrópusambandsaðild með einfaldri þingssamþykkt án þess að þjóðin fengi að hafa um það síðasta orðið. Það yrðu slík svik við gefin fyrirheit í málinu af hálfu þeirra sem standa að aðildarumsókninni að þeim yrði örugglega ekki lengi sætt í valdastólum.