139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[16:31]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður sagði í ræðu sinni að ákvörðun um að Ísland styddi yfirtöku NATO á hernaðaraðgerðum í Líbíu hefði átt að taka — hann lýsti því sem skoðun sinni að það hefði átt að taka um það pósitífa ákvörðun í ríkisstjórn.

Mig langar til að biðja hv. þingmann að koma aðeins með mér í „ef, þá kannski“-leikinn. Ef þessi fyrirhugaða ákvörðun hefði verið borin undir Vinstri græna hefðu Vinstri grænir krafist þess að Ísland beitti neitunarvaldi sínu í Norður-Atlantshafsráðinu?

Mig langar líka til að spyrja hv. þingmann, sem greindi frá því réttilega að þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin í utanríkismálanefnd, og við vitum að hún var ekki tekin í ríkisstjórn: Var þessi fyrirhugaða ákvörðun kynnt fyrir (Forseti hringir.) hv. þingmanni áður en hún var tekin?