139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[16:32]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Já, það er eins og þingmaðurinn segir, hún er komin í „ef að sé og ef að mundi“-leikinn og vill fá svör við því „hvað ef“. Ég get ekkert um það fullyrt, ég hef bara hlustað á formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs sem hefur lýst afstöðu sinni til þessa máls hér í þingsal og þingmaðurinn þekkir.

Ég ítreka það líka að ákvörðun hér að lútandi var ekki tekin af utanríkismálanefnd þó að fyrir henni væri kynnt að umræðan væri í gangi á vettvangi NATO og að til slíkrar ákvörðunar gæti komið á þeim vettvangi. Hvað sjálfan mig varðar var þessi fyrirhugaða ákvörðun ekki kynnt mér sérstaklega frekar en öðrum í utanríkismálanefnd, að því er ég best veit.