139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[22:43]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég var ekki að halda því fram að þetta væri bara einhver spurning sem yrði send. Ég var að vekja athygli á því að hv. þingmaður talaði um að það þyrfti að reyna að loka erfiðum köflum. Hæstv. fjármálaráðherra hefur líka talað á þeim nótum, að þetta væri mjög erfiður kafli. Væri ekki, í ljósi þess að hv. þingmaður er formaður heilbrigðisnefndar, hægt að nota þá peningana í annað? Ef ekki tekst að tryggja viðunandi niðurstöðu í sjávarútvegsmálum, er viðræðunum ekki sjálfhætt?