139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[23:56]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Orkuþörf mannkynsins vex og við breytum því ekki. Ég tel að það sé mjög erfitt að minnka vöxtinn hvað þá að skera hann niður. Þessi orka er að mestu leyti framleidd með brennslu kola og olíu sem veldur koldíoxíðmengun um allan hnöttinn, líka á Íslandi. Það er nefnilega þannig að þetta er allsherjareyðilegging á náttúru um allan heim. Þá er spurningin: Getum við passað náttúru okkar af alefli og neitað að afhenda okkar hreinu orku á meðan verið er að eyðileggja allan heiminn með hitnun jarðar, á meðan verið er að eyðileggja fjöll og dali í Kína og víða annars staðar með virkjunum?