139. löggjafarþing — 125. fundur,  17. maí 2011.

beiðni um opinn nefndarfund.

[14:36]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég kveð mér hljóðs til að gera grein fyrir því að það var mjög vel tekið í þá ósk eða beiðni sem kom frá þrem nefndarmönnum í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og ég svaraði henni í tölvupósti. Það liggur fyrir að þessari beiðni hefur verið svarað og hún mun verða tekin fyrir á fundi nefndarinnar undir liðnum önnur mál á morgun. Slíkir opnir fundir krefjast auðvitað undirbúnings og við erum að finna tíma til þess en mér finnst að það væri bara sjálfsagt mál að kynna svo veigamikið mál sem breytingar á lögum um stjórn fiskveiða eru. Ég tek mjög vel í þessa beiðni og hún verður tekin formlega fyrir á fundi nefndarinnar á morgun.