139. löggjafarþing — 125. fundur,  17. maí 2011.

beiðni um opinn nefndarfund.

[14:36]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég ætla að leyfa mér að sameina tvö umræðuefni, þ.e. það umræðuefni sem hér er rætt og svo fundarstjórn forseta. Ég fæ ekki séð að hér sé verið að fjalla um fundarstjórn forseta, að gera einhverjar athugasemdir við formann sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar út af máli sem allir vita að er að koma inn í þingið á allra næstu dögum. Það er algerlega fráleitt að vera að þyrla upp einhverju moldviðri í kringum það þó að formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar hafi ekki svarað einhverri fundarbeiðni á hálfum sólarhring þegar allir vita að málið er að koma til umræðu í nefndinni eftir framlagningu í þinginu. Málið hefur ekki verið lagt fram í þinginu og mun að sjálfsögðu fá sína umfjöllun (Forseti hringir.) þegar það kemur inn í þingið alveg á næstu dögum.