139. löggjafarþing — 125. fundur,  17. maí 2011.

beiðni um opinn nefndarfund.

[14:47]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Það er rétt sem fram hefur komið, það er ákvörðun meiri hluta fastanefndar hvort fundur er opinn eða lokaður. Við getum sagt sem svo að formanni sé skylt að efna til fundar um tiltekin dagskrárefni, eins og gert hefur verið í þessu tilviki, ef þrír nefndarmenn óska eftir því. Það er ekki val en það er hins vegar val meiri hluta þeirrar nefndar hvort fundurinn er opinn eða lokaður. Þegar jafnstórt mál er undir og á við í þessu tilviki verður auðvitað spurt eftir því hvort meiri hluti nefndar hyggist halda opinn fund eða lokaðan. Ef hann ætlar ekki að hafa opinn fund krefst það sérstakra skýringa.