139. löggjafarþing — 125. fundur,  17. maí 2011.

göngubrú yfir Markarfljót.

432. mál
[14:51]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er borið fram mál sem gerðar voru breytingartillögur við í hv. samgöngunefnd. Ég styð þær eindregið enda er þetta ekki mjög stórt mál en þýðingarmikið engu að síður út frá öryggi og ekki síst í því að opna þessa perlu Suðurlands fyrir öllum almenningi sem ekki kemst þangað á venjulegum fólksbílum. Það að geta heimsótt Þórsmörk á góðum sumardegi eru forréttindi Íslendinga og með þessu máli er verið að opna á þau forréttindi fyrir alla.