139. löggjafarþing — 128. fundur,  17. maí 2011.

meðhöndlun úrgangs.

186. mál
[17:10]
Horfa

Frsm. minni hluta umhvn. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Merði Árnasyni fyrir framsögu hans í þessu máli. Það kom fram í máli þingmannsins að verið væri að innleiða tilskipun Evrópusambandsins varðandi úrgang frá námum. Ég geri grein fyrir því í nefndaráliti mínu í ræðu á eftir að ég legg til að þessi kafli verði felldur úr frumvarpinu vegna þess, eins og þingmaðurinn kom inn á, að hér eru engar námur sem mundu falla undir þessa tilskipun Evrópusambandsins og því að mín mati óþarft að leiða það í lög. Hins vegar sagði þingmaðurinn að það kynni að breytast í nánustu framtíð, að hér kynnu að verða einhvers konar námur sem slíkur úrgangur kæmi frá að félli undir lögin. Mig langar í framhaldinu að spyrja þingmanninn: Hvaða námur sér hann fyrir sér á Íslandi til framtíðar sem gildissvið laganna mundi ná til?