139. löggjafarþing — 129. fundur,  18. maí 2011.

almannatryggingar.

797. mál
[15:36]
Horfa

Flm. (Guðfríður Lilja Grétarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég var reyndar ekki á þinginu þegar þetta var afgreitt um síðustu áramót. Ég veit hins vegar að það er hárrétt sem kemur fram í máli hv. þingmanns að hann var á móti því að sett yrði inn bráðabirgðaákvæði sem kæmi í veg fyrir hækkun bóta. Auðvitað má segja að það sé umhugsunarefni hvort rétt hafi verið að gera það og réttilega athugað hjá hv. þingmanni en það var náttúrlega gert með tilliti til rammafjárlaga og alls sem fram fór þar.

Við getum þó alla vega sameinast núna í að reyna að bæta fyrir syndir okkar og stíga þetta skref í framhaldi af kjarasamningunum og gefa rými til að bætur verði hækkaðar.