139. löggjafarþing — 130. fundur,  19. maí 2011.

jöfnun flutningskostnaðar og strandsiglingar.

[10:59]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Dagsetningar liggja ekki fyrir. Ásetningurinn er ljós. Það er rétt hjá hv. þingmanni að gerðar hafa verið margar skýrslur á undanförnum missirum og árum og ég hygg að fyrir því sé mjög breiður þverpólitískur vilji í þessum sal að koma strandsiglingum á við Íslandsstrendur að nýju. Skýrslurnar hafa verið nokkuð misvísandi um þetta efni en þá hef ég jafnan bent á að þegar menn hafa reiknað sig niður á þá niðurstöðu að strandsiglingar séu jafnvel óhagkvæmari landflutningum vill það gleymast að landflutningarnir krefjast gríðarlegra fjárframlaga úr ríkissjóði til að byggja upp þá miklu vegi sem bera þungaflutninga. Ég held að það væri til góðs að beina (Forseti hringir.) flutningi á þungavöru í einhverjum mæli út á sjóinn. Það væri til góðs.