139. löggjafarþing — 130. fundur,  19. maí 2011.

áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára.

334. mál
[11:19]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Já, ég styð þessa tillögu. Eins og fram hefur komið er ekki vanþörf á að hvetja ríkisstjórnina til að fara að jafnréttislögum. Þessa tillögu og ályktun styð ég heils hugar, en ég vil hins vegar geta þess að þetta er sama ríkisstjórnin og hefur í þrígang farið gegn mesta jafnréttismáli síðari ára, fæðingarorlofslögunum. Ég vona að við í þessum þingsal berum gæfu til þess að líta heildstætt á jafnréttismálin til lengri tíma þannig að við getum eflt þau og styrkt. Þessi tillaga er hugsanlega hluti af því og þess vegna styð ég hana, en ég vonast til þess og hvet hæstv. forsætisráðherra til að standa vörð um fæðingarorlofið og reyna að efla það til lengri tíma litið.