139. löggjafarþing — 130. fundur,  19. maí 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

824. mál
[12:35]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Já, frú forseti, að sjálfsögðu höfum við skoðað það í fjármálaráðuneytinu. Ég verð þó að segja að á dauða mínum átti ég von en ekki því að menn færu að koma upp með afturvirknisásakanir í sambandi við breytingu á vaxatabótakerfinu þegar heilir 6 milljarðar voru settir inn í það í viðbót þannig að um risavaxna ívilnandi aðgerð er að ræða. En þá eru menn að tala um að þær breytingar sem gerðar voru á tekjuskerðingarreglum almenna vaxtabótahlutans, og færðu vissulega til ákveðna fjármuni, þar var ekki um skerðingu í heild að ræða heldur ákveðna útfærslubreytingu og ofan á það leggjast 6 milljarðar þannig að í okkar huga er það nánast óhugsandi að nokkur verði fyrir beinni skerðingu þegar heildargreiðslurnar eru skoðaðar. Það er því afar ólíklegt í því tilliti að hægt sé að segja að einhver afturvirknisáhætta skapist, einfaldlega vegna þess að aðgerðin var risavaxið ívilnandi (Forseti hringir.) í heild sinni. Að sjálfsögðu má skoða það ef menn telja sig geta sýnt fram á einhver slík tilvik en við höfum ekki fundið þau enn þá.