139. löggjafarþing — 130. fundur,  19. maí 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

824. mál
[14:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef bitra reynslu af því að bíða eftir því að þessi ríkisstjórn fari frá. Ég hef líka bitra reynslu af því að horfa á lágar vinsældartölur hennar í skoðanakönnunum, þær virðast ekki duga til. Ég óttast því að þessi frumvörp (Gripið fram í.) fari í gegn. Þá verður umhverfi sjávarútvegsins ekki bjart.

Varðandi það að hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra dreifi kvóta vinstri, hægri þá óttast ég að það verði hvorki til vinstri né hægri, heldur til vina.