139. löggjafarþing — 130. fundur,  19. maí 2011.

brottfall laga um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

768. mál
[18:54]
Horfa

Flm. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Ásmundi Einari Daðasyni kærlega fyrir ræðu hans. Hann kastaði ljósi á ferli málsins og hvernig það var afgreitt í fjárlaganefnd þar sem hann sat. Ég ætla því svo sem ekki að fara efnislega í ræðuna enda liggur afstaða hans fyrir.

Hins vegar langar mig til að spyrja hann hvað honum finnist um orð hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra sem féllu um hann sjálfan, þ.e. þingmanninn, í fyrirspurnatíma á Alþingi fyrir ekki svo löngu varðandi hegðun þingmannsins í atkvæðagreiðslunni á þingi.